Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vopnaður haglabyssu handtekinn af sérsveitinni
Fimmtudagur 13. mars 2008 kl. 23:45

Vopnaður haglabyssu handtekinn af sérsveitinni

Vopnaðir sérsveitarmenn frá Ríkislögreglustjóra gerðu áhlaup á íbúðarhús í Keflavík á tíunda tímanum í kvöld. Þar hafði 36 ára íslenskur karlmaður lokað sig þar inni á salerni með haglabyssu. Fljótlega eftir að sérsveitin kom inn í húsið gafst maðurinn upp sjálfviljugur og kom fram, en hann hafði læst sig inni á salerni.

Áður en sérsveitarmenn réðust til inngöngu höfðu þeir lokað af stóru svæði umhverfis húsið. Fjölmargir fylgdust með aðgerð lögreglunnar, en aðgerðin fór fram á horni Faxabrautar og Hringbrautar. Lögregluliðið var fjölmennt og fjöldi lögreglubíla var notaður til að loka nærliggjandi götum. Þá var sjúkrabifreið einnig í viðbragðsstöðu.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu ógnaði maðurinn aldrei neinum með skotvopninu en heimilisfólk bað um aðstoð lögreglu fyrr í kvöld. Heimilisdfólkið flúði vettvang eftir að hafa kallað til lögregluna.

Eins og áður segir gafst maðurinn upp sjálfviljugur eftir skamma stund og var síðan leiddur í járnum í lögreglubifreið og færður á lögreglustöðina í Keflavík, þar sem hann verður yfirheyrður vegna málsins.

Meðfylgjandi myndir tóku ljósmyndarar

Víkurfrétta á vettvangi nú áðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024