Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 23. mars 2001 kl. 10:11

Vopnaðir verðir í Leifsstöð

Ekkert verður slakað á öryggiseftirliti lögreglu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þrátt fyrir afnám vegabréfaeftirlits með aðild Íslands að Schengen, að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli.

Vopnaðir öryggisverðir
Meðal ráðstafana sem gerðar hafa verið er fjölgun eftirlitsmyndavéla í flugstöðinni úr 24 í 64. Þetta kemur fram í greinaflokki Morgunblaðsins um aðild Íslands að Schengen í blaðinu í dag.
Einnig er verið að kanna kaup á fullkomnum hugbúnaði sem tengdur verður við myndavélakerfið en hann gefur ýmsa möguleika við að hafa hendur í hári brotamanna.
Nýtt skipurit hefur verið tekið í notkun hjá sýslumannsembættinu vegna aukinna verkefna í tengslum við aðild Íslands að Schengen. Komið hefur verið á fót öryggisdeild og er verið að þjálfa upp tólf manna vopnaða sveit, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, sem tekur til starfa innan tíðar. Einnig verða óeinkennisklæddir löggæslumenn við eftirlit í flugstöðinni, að sögn Jóhanns.

Sprengjuleit í kjallara
Íslendingar eru skuldbundnir tilað taka upp sprengjuleit í öllum farangri farþega sem fara um
flugstöðina, skv. reglum í alþjóðasamningi sem taka gildi innan tveggja ára. Mun sprengjuleitin fara fram í kjallara nýbyggingarinnar og þarf að kaupa sérstakan sprengjuleitarbúnað, sem áætlað er að kosti nálægt 100 millj. kr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024