Vopnaðir verðir gæta Rockville
Sett hefur verið upp skilti á hliðið við Rockville þar sem meðferðarheimilið Byrgið var áður þar sem fram kemur að vopnaðir verðir gæti svæðisins. Á skiltinu stendur: „Þetta er samningssvæði Norður-Atlantshafsbandalagsins NATO. Þess er gætt af vopnuðum vörðum. Óviðkomandi stranglega bannaður aðgangur.“ Skiltið er nokkuð komið til aldurs síns og við hliðið er enga vopnaða verði að sjá.VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Skiltið sem segir til um að vopnaðir verðir gæti svæðisins.