Vopnaðir slöngum og reykköfunartækjum í þotu British Airways
Slökkviliðsmenn vopnaðir slöngum og reykköfunartækjum fóru strax inn í þotu British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli undir kvöld. Reykur var í farþegarými vélarinnar og óskuðu flugmenn vélarinnar eftir því að fá að lenda strax í Keflavík. Vélin var þá stödd 70 mílur suð-vestur af Reykjanesi. Ekki kom þó til þess að sprautað væri vatni inni í vélinni, enda það ekki gert nema eldur hafi verið sýnilegur, þar sem mikið af raflögnum væru þá í hættu.
268 farþegar voru um borð í vélinni sem var á leiðinni til Denver í Bandaríkjunum. Eldur var ekki sýnilegur í vélinni en síðar kom í ljós að reykurinn kom frá ofni í aftasta eldhúsi flugvélarinnar.
Fulltrúi Rannsóknarnefndar flugslysa tók ofninn til frekari rannsóknar. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Allt björgunarlið á suð-vesturhorni landsins var kallað út en síðan afturkallað þegar ljóst var að hættuástand var liðið hjá.
Mynd: Slökkviliðsmaður af Keflavíkurflugvelli fer um borð í vélina vopnaður slöngu og reykköfunartæki og viðbúinn því versta.
268 farþegar voru um borð í vélinni sem var á leiðinni til Denver í Bandaríkjunum. Eldur var ekki sýnilegur í vélinni en síðar kom í ljós að reykurinn kom frá ofni í aftasta eldhúsi flugvélarinnar.
Fulltrúi Rannsóknarnefndar flugslysa tók ofninn til frekari rannsóknar. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Allt björgunarlið á suð-vesturhorni landsins var kallað út en síðan afturkallað þegar ljóst var að hættuástand var liðið hjá.
Mynd: Slökkviliðsmaður af Keflavíkurflugvelli fer um borð í vélina vopnaður slöngu og reykköfunartæki og viðbúinn því versta.