Vopnað rán við Hafnargötu - maður handtekinn
Tilkynnt var um vopnað rán í Úra- og skartgripaverslun Georgs V. Hannah við Hafnargötu skömmu fyrir hádegi. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, við Víkurfréttir. Fjölmennt lögreglulið var sent á staðinn.
Vegfarandi sem hafði samband við vf.is sá lögreglu leiða mann út í járnum. Þá voru a.m.k. þrír lögreglubílar á vettvangi. Lögreglubíll með þeim handtekna og annar til fóru á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum er komin á staðinn. Nánari upplýsingar er ekki að hafa um málið.
(Fréttin hefur verið uppfærð)
Lögregla á vettvangi í hádeginu.
Lögreglubílarnir fóru af vettvangi með hinn handtekna og eru nú við bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.