Vopnað rán í Landsbankanum í Grindavík
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er lögreglan í Keflavík með einn mann í haldi grunaðann um vopnað rán í Landsbankanum í Grindavík. Ekkert hefur þó fengist staðfest um það. Tvær stúlkur voru að vinna í bankanum en þær sakaði ekki. Ekki er enn vitað hvort ræninginn hafi náð einhverjum peningum úr bankanum. Lögreglan í Grindavík stöðvar allar bifreiðar sem fara út úr bænum og hefur af svæðið í kringum bankann.Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar var stöðvaður á bíl sínum en ekki fundust peningar í bílnum. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar af lögreglunni í Keflavík.