Miðvikudagur 16. nóvember 2016 kl. 09:17
Vopnað rán í apóteki - Tveir handteknir
Tveir menn voru handteknir um klukkan tíu í gærkvöld, grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Apóteki Suðurnesja um klukkan hálf sjö seinni partinn í gær.
Eftir ránið lýsti Lögreglan á Suðurnesjum eftir karlmanni í þverröndóttum bol og víðum gallabuxum og var víðtæk leit gerð um umdæmið.