Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vonskuveður í aðsigi
Föstudagur 8. febrúar 2008 kl. 11:42

Vonskuveður í aðsigi

Veðurstofa Íslands spáir vonskuveðri á landinu síðdegis og fram á nótt. Gert er ráð fyrir talsverðu vatnsveðri og snörpum vindhviðum, fyrst SA-átt sem snýst í SV átt.

Húseigendum um land allt er bent á að hreinsa vel frá niðurföllum og huga að lausum munum. Verktakar eru sérstaklega áminntir að ganga vel frá sínum vinnusvæðum.

Þá verður stórstreymt og eigendur báta eru beðnir að huga að þeim. Þeir sem þurfa að vera á ferðinni eru hvattir til að fylgjast með þróun veðursins og færð á vegum.

Tekin hefur verið ákvörðun um að virkja Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð frá klukkan 16:00 í dag og fram eftir nóttu. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða í viðbragðsstöðu, sem og slökkvilið og lögregla. Allar óskir um aðstoð skulu berast til Neyðarlínu 112.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024