Vonskuveður á Suðurnesjum
Bálhvasst er nú á Suðurnesjum og varar Vegagerðin við óveðri á Reykjanesbraut. Mjög hefur bætt í vind með morgninum en klukkan 12 á hádegi var vindur komin í 24 m/s á Keflavíkurflugvelli og sló upp í 32 m/s í hviðum.
Reiknað er með að vind lægi með deginum og snúist til hægari sunnanáttar í kvöld.
Á meðfylgjandi korti frá Veðurstofunni sést hvernig staðan var kl. 12 á hádegi.