Vonin helsta vopnið
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sagði það vonbrigði og bakslag þegar gossprungur opnuðust við Grindavík á sunnudag. Þetta kom fram í máli Fannars á íbúafundi með Grindvíkingum í gær.
Hann þakkaði þó fyrir varnargarðana en hraun hefði runnið inn á norðurhluta bæjarins ef garðarnir hefðu ekki verið til staðar. Fannar sagði aðstæður Grindvíkinga vera erfiðar og flóknar. Nú skiptir mestu máli að tryggja langtímaúrræði í húsnæðismálum bæjarbúa.
Þá sagði hann áætlanir gera ráð fyrir að bærinn byggist upp að nýju. „Vonin er okkar helsta vopn,“ sagði hann.
Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á upptöku frá fundinum.