Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 18. desember 2000 kl. 03:03

Vondi tvíburinn

Þjófur lét greipar sópa um peningaskúffu í afgreiðslu Hótel Keflavíkur sl. mánudagsmorgun. Eftirlitsmyndavélin var hins vegar í góðum gír og fylgdist vel með öllu sem átti sér stað. Maðurinn náðist áður en hann yfirgaf hótelið og verðir laganna færðu hann í fangaklefa á Lögreglustöðinni í Keflavík. Þrátt fyrir að hafa verið festur á filmu á meðan hann var að stela, játaði maðurinn ekki. Það var kannski klónið hans sem fór í peningaskúffuna, eða vondi tvíburinn??
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024