Vond lykt í Njarðvíkunum -úldin loðna um allt
Mikinn ódaun hefur lagt yfir Njarðvíkurnar að undanförnu frá tönkunum við Njarðvíkurhöfn. Ólafur Thordersen (J) tók málið upp á fundi bæjarstjórnar í gær og sagðist hafa fengið ótal símhringingar frá óánægðum íbúum og óskaði skýringa.Jónína Sanders (D) hafði kynnt sér málið og upplýsti fundarmenn um að hvorki Heilbrigðisyfirvöld né Hollustuvernd hefðu veitt fyrirtækinu leyfi til að nota tankana til slíks brúks og að um stóralvarlegt mál væri að ræða. „Búið er að fjarlægja úrganginn og Njarðvíkingar ættu að vera lausir við ólyktina“, sagði Jónína svo nú ættu íbúar bæjarfélagsins að geta andað léttar.