Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vonbrigði að ekki skuli hafa verið gætt jafnræðis
Miðvikudagur 3. apríl 2013 kl. 09:24

Vonbrigði að ekki skuli hafa verið gætt jafnræðis

- á milli stuðnings við Helguvík og Bakka eins og lofað hafði verið af forystumönnum Samfylkingarinnar

Það eru íbúum Reykjanesbæjar gríðarleg vonbrigði að ekki skuli hafa verið gætt jafnræðis á milli stuðnings við Helguvík og Bakka eins og lofað hafði verið af forystumönnum Samfylkingarinnar, annars ríkisstjórnarflokksins, þegar frumvarp um Bakka var lagt fram fullskapað á þingi,“ segir í  ályktun sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar í gærkvöldi af 8 bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

„Við það tækifæri var fullyrt að slíkt frumvarp hafi einnig verið í undirbúningi  um Helguvík í heilt ár. Með sérstakri bókun á síðasta bæjarstjórnarfundi sögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar vinnubrögð um Helguvík dæmi um „vandaðan undirbúning og þrotlausa vinnu þingmanna Samfylkingarinnar“.  Þeir vísuðu einnig í skýrar yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar um að jafnræði skuli gilda á milli iðnaðarsvæða og landsvæða“.

Í ljós hefur komið að ekkert frumvarp var í smíðum hjá ríkisstjórninni sem snéri að Helguvík. Þetta verða forsvarsmenn Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að skýra fyrir bæjarbúum.

Miðað við frumvarpið um Bakka þýddi þetta fjárstyrki til Helguvíkur er varða hafnarframkvæmdir, lóðagerð, vegagerð og þjálfunarstyrki fyrir a fjórða milljarð króna.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um „jafnræði“ var ekkert frumvarp um Helguvík lagt fram af ríkisstjórninni og síðar komið í ljós að ekki er samstaða um verkefni í Helguvík innan ríkisstjórnarinnar.

Tilraunir núverandi fjármálaráðherra til að hreyfa við málinu á síðustu dögum þingsins voru virðingarverðar en höfðu greinilega engan hljómgrunn hjá þessari ríkisstjórn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024