Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vonast til að málefni Reykjanesbrautar skýrist fyrir helgi
Fimmtudagur 17. janúar 2008 kl. 11:04

Vonast til að málefni Reykjanesbrautar skýrist fyrir helgi

Enn hefur ekki tekist að leysa mál varðandi framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar, en vonir standa til að hægt verði að fá niðurstöðu í málið fyrir helgina.

Vegagerðin hefur undanfarið fundað með Jarðvélum, sem þurftu að segja sig frá framkvæmdinni fyrir jól vegna fjárhagsörðugleika, og undirverktakanna Malbikunarstöðvarinnar og Eyktar sem sjá um malbikun og byggingu brúa við mislæg gatnamót.

Rætt er um hvort bjóða þurfi út á ný það sem eftir er af verkinu, eða hvort undirverktakarnir geti haldið áfram með sinn hluta.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er annar fundur á dagskrá í dag og er vonast til að niðurstaða fáist á föstudag.

 

Á forsíðu 24 stunda í dag er haft eftir Jónasi Snæbjörnssyni, svæðiasstjóra Vegagerðarinnar að enn sé þó nokkur tími þar til framkvæmdir geti hafist, eða um mánuður í fyrsta lagi, en það gætu liðið jafnvel tveir eða þrír mánuðir ef verkið verður boðið út að nýju. Verklok gætu þá verið næsta haust, um þremur mánuðum á eftir áætlun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024