Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vonast eftir jólasnjó
Fimmtudagur 2. desember 2004 kl. 16:26

Vonast eftir jólasnjó

Þessar ungu dömur voru komnar í jólaskap þegar ljósmyndari Víkurfrétta gaf sig á tal við þær á Tjarnarseli í dag.

Þær Birta, Eydís og Steinunn eru allar fimm ára og hlakka mikið til jólanna. „Það er skemmtilegast að opna pakkana,“ sögðu þær allar í kór, en voru ekki alveg vissar um hvað þær vildu í jólagjöf. „Eða jú, mig langar í hestalitabók og liti,“ sagði Steinunn og þá var Eydís ekki frá því að hún vildi líka litabók. Hún Birta vissi hins vegar ekkert hvað hana langaði í.

Þeim finnst miklu skemmtilegra ef jólin verða hvít og vona að bráðum fari að snjóa.

VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024