Vonar að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfar Reykjanesbæjar
Formaður STFS vonar að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfar Reykjanesbæjar Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, sagði í samtali við Víkufréttir í dag að hann væri ánægður með hvatagreiðslurnar sem Reykjanesbær samþykkti að veita starfsfólki sínu í ár.
Starfsmannafélagið sendi í nóvember erindi til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem var skorað á þau að fylgja fordæmi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu með sértækum aðgerðum í launamálum.
„Við erum mjög ánægð með að Reykjanesbæjar hafi tekið svo vel í málið og erum líka glöð að sjá að aðrir hópar hafa líka fengið aukagreiðslu,“ sagði Ragnar Örn. „Nú vonum við að hin sveitarfélögin á svæðinu fylgi þessu fordæmi.“
Starfsmannafélagið sendi í nóvember erindi til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem var skorað á þau að fylgja fordæmi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu með sértækum aðgerðum í launamálum.
„Við erum mjög ánægð með að Reykjanesbæjar hafi tekið svo vel í málið og erum líka glöð að sjá að aðrir hópar hafa líka fengið aukagreiðslu,“ sagði Ragnar Örn. „Nú vonum við að hin sveitarfélögin á svæðinu fylgi þessu fordæmi.“