Vonar að næsti umhverfisráðherra skelli ekki í margar Helguvíkur
- Björk segir erfitt að fylgjast með þróuninni í Helguvík
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir lýsti yfir áhyggjum af þróun mála í Helguvík í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins um síðustu helgi. „Mér finnst virkilega erfitt að fylgjast með þróun mála í Helguvík. Iðnaði sem ég barðist ötullega gegn. Það er minna en fjórðungur ofnanna kominn í gang og mengunarbræla út um allt.” Í viðtalinu við Fréttablaðið kvaðst Björk fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum hér á landi og vona að sterkur umhverfisráðherra taki við í næstu ríkisstjórn, einhver sem skellir ekki í margar Helguvíkur heldur tekur ábyrgð.