Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vonandi á þetta eftir að slípast betur til þegar á líður
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 25. mars 2020 kl. 15:36

Vonandi á þetta eftir að slípast betur til þegar á líður

segir Kristján Ásmundsson, skólameistari FS 

„Ég held að segja megi að þetta gangi nokkuð vel og hafi farið vel af stað. Það er mikið álag sem fylgir þessu fyrir kennara ekki síður en nemendur að skipta svona allt í einu yfir í að kenna og aðstoða gegnum netið. Þetta eru fordæmalausar aðstæður sem við stöndum nú frammi fyrir en það eru allir að leggjast á eitt við að láta þetta ganga upp,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 

Hann segir að kennarar séu í sambandi við sína nemendur gegnum netið og í síma til að hvetja þau áfram og aðstoða þau eftir föngum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nemendur geta sömuleiðis leitað til námsráðgjafanna eða sálfræðings skólans eftir ráðgjöf og aðstoð.  Kennarar hafa einnig verið duglegir við að tileinka sér nýjungar í sambandi við fjarkennslu þar sem þeir voru að læra á samskiptaforritið zoom og bera saman bækur sínar um eitt og annað. Nú er fyrsta vikan senn liðin og vonandi á þetta eftir að slípast betur til þegar á líður og þá verður hægt að meta árangurinn.“