Von á skúrum
Klukkan 6 var suðaustlæg átt, 10-15 m/s og rigning um landið sunnanvert en 8-13 og þurrt norðanlands. Hiti var frá 8 stigum á Hafnarmelum og Bjargtöngum niður í 4 stiga frost á Dalvík.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi SA átt, 18-23 með talsverðri rigningu eftir hádegi. Sunnan 10-15 og skúrir með rigningu eða súld en snýst síðdegis á morgun í SV 8-13 með skúrum eða slydduéljum. Hiti 2 til 7 stig, hlýjast í dag.