Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Von á rigningu eða súld
Mánudagur 19. febrúar 2007 kl. 09:12

Von á rigningu eða súld

Klukkan 6 var austan- og suðaustanátt, 15-20 við suðurströndina, 25 á Stórhöfða en annars fremur hæg. Skýjað með köflum en yfirleitt þurrt. Hiti var frá 8 stiga hita á Kjalarnesi og Hafnarmelum niður í 3ja stiga frost á Reykjum í Fnjóskadal.
 
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan 10-18, hvassast sunnantil. Hægari síðdegis en hvessir aftur síðdegis á morgun. Dálítil rigning eða súld með köflum, einkum sunnantil. Hiti 2 til 8 stig.

---------- Veðrið 19.02.2007 kl.06 ----------
   Reykjavík          Skýjað                    
   Stykkishólmur   Léttskýjað                
   Bolungarvík      Skýjað                    
   Akureyri           Hálfskýjað                
   Egilsst.flugv.    Skýjað                    
   Kirkjubæjarkl.   Alskýjað                  
   Stórhöfði          Alskýjað                  
------------------------------------------------

Yfirlit
900 km SV af Reykjanesi er nærri kyrrstæð og víðáttumikil 965 mb lægð en langt S í hafi er 982 mb lægð á leið N. Yfir Svalbarða er 1036 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Austlæg átt, 8-20 m/s, hvassast allra syðst. Rigning öðru hverju um landið sunnanvert, en annars þurrt að kalla. Svipað veður á morgun. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast sunnantil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024