Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Volvo fjölgar í lögregluliði Suðurnesja
Föstudagur 18. júlí 2003 kl. 01:32

Volvo fjölgar í lögregluliði Suðurnesja

Lögreglan í Keflavík hefur fengið mikinn liðsstyrk, því nýrri Volvo S80 lögreglubifreið hefur verið ekið í hlaðið á lögreglustöðinni í Keflavík. Nýi bíllinn er búinn öllum helstu þægindum og fullkomnasta búnaði sem völ er á í fjarskiptum og radarmælingum. Þetta er annar bíllinn þessarar tegundar sem lögreglan í Keflavík tekur í þjónustu sína.Nýi lögreglubíllinn er dísilknúinn með öflugri 160 ha. vél sem skilar mikilli orku. Lögreglumenn- og konur í Keflavík eiga því að geta komist hratt yfir þegar mikið liggur við á þessum glæsilegasta bíl lögregluflotans á Suðurnesjum.

Myndin: Nýr Volvo Keflavíkurlögreglunnar á slysavettvangi í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024