Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Völlurinn nánast orðinn draugabær
Föstudagur 8. september 2006 kl. 13:45

Völlurinn nánast orðinn draugabær

Það er einkennilegt að aka um herstöðina á Keflavíkurflugvelli þessa dagana. Tómleikinn einn blasir við, hvergi varla nokkra sálu að sjá. Við galtómar íbúðabyggingar eru auð bílastæðin til vitnis um það að íbúarnir eru farnir. Völlurinn er nánast orðinn að draugabæ.

Þingflokkur og ráðherrar Framsóknarflokksins fóru í skoðunarferð um Vallarsvæðið fyrr í vikunni undir leiðsögn Hjálmars Árnasonar, þingmanns og Guðmundar Péturssonar, framkvæmdastjóra ÍAV þjónustu. Þar var farið yfir stöðu mála og reifaðar hugmyndir um framtíðarnýtingu þeirra mannvirkja sem eru á varnarsvæðinu.
Það er ljóst að margar hugmyndir eru uppi í þeim efnum og margir sjá þarna margvísleg tækifæri ef svo fer að íslendingar taki við eignarhaldinu á þessum mannvirkjum.

Hins vegar á alveg eftir að koma í ljós hver framvinda málsins verður en Hjálmar Árnason telur að mjög fljótlega dragi til tíðinda í samningaviðræðum bandarískra og íslenskra yfirvalda um framtíð varnarsvæðisins.

Hann segist vona að íslenska ríkið taki við eignarhaldinu og framselji það síðan til sveitarfélaganna í kringum varnarstöðina, sem séu betur í stakk búin en fjarlægt ríkisvald til að gera sér mat úr þeim möguleikum sem þarna felast.

Sjá nánar viðtal í VEF-TV Víkurfrétta hér á vefnum.

Mynd: Frá skoðunarferð þingflokks og ráðherra Framsóknarflokksins í nánast yfirgefna herstöðina.

 

VF-mynd:elg

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024