VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Vogastrætó flytur um 7000 farþega í ár
Mánudagur 12. desember 2016 kl. 11:35

Vogastrætó flytur um 7000 farþega í ár

Notendum „Vogastrætó“ heldur áfram að fjölga. Verkefnið hófst sem tilraunaverkefni árið 2011, með því að hafinn var akstur milli þéttbýlisins og mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar, í tengslum við akstur almenningsvagna á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins.

Fyrsta heila árið (2012) var farþegafjöldinn 1.912 og árið 2015 var talan komin í 6.257. Það sem af er þessu ári hefur farþegum fjölgað um 10 prósent frá síðasta ári, svo enn er stígandinn upp á við.

Í nýliðnum nóvember var slegið met í farþegafjölda, en alls tóku sér 873 manns far með Vogastrætó þennan mánuð. Að óbreyttu stefnir í að farþegafjöldinn í ár verði um 7.000 farþegar. Ljóst er að þjónusta þessi er komin til að vera, enda er hún vel nýtt af íbúum sveitarfélagsins.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25