Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vogar vilja undanþágu frá reglugerð sem á að tryggja öryggi á sundstöðum
Fimmtudagur 11. ágúst 2011 kl. 11:52

Vogar vilja undanþágu frá reglugerð sem á að tryggja öryggi á sundstöðum

Nokkuð er um að sundlaugar sæki um undanþágu frá reglugerð sem á að tryggja öryggi á sundstöðum. Í frétt RÚV segir að á meðal sundstaða sé sundlaugin í Vogum. Verkefnisstjóri um slysavarnir barna og unglinga segir að undanþágur geti ógnað öryggi sundlaugargesta og kallar eftir áhættumati.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í reglugerðinni sem tók gildi um síðustu áramót er meðal annars tekið til aðbúnaðar og öryggis sundgesta. Þar kemur fram að starfsfólk skuli ávallt vakta laugina og ekki sinna öðrum störfum samhliða.

Nokkrar sundlaugar hafa sent umhverfisráðuneytinu erindi þar sem óskað er eftir undanþágu frá þessu ákvæði. Þessi erindi bíða afgreiðslu.

Samkvæmt upplýsingum RÚV frá Umhverfisráðuneytinu eru undanþágurnar tímabundnar og aðeins veittar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og við sérstakar aðstæður.

Herdísi Storgaard verkefnisstjóra Árvekni líst illa á að vikið sé frá reglugerðinni. „Við höfum líka upplifað það á síðustu þremur árum að börn drukkna í sundi og við verðum að taka það mjög alvarlega, við getum ekki sætt okkur við þetta,“ segir Herdís.

Hún vill að áhættumat verði gert á öllum sundstöðum landsins. „Þegar maður er komin með áhættumat þá er miklu auðveldara að aðstoða þessi sveitarfélög eða rekstraraðila að koma þessu í lag,“ segir Herdís.