Vogar vilja ekki áfengi í matvöruverslanir
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er andvígt því að áfengi verði selt í matvöruverslunum. Bæjarráðið telur að ef frumvarpið nær í gegn skapist hætta á aukinni drykkju unglinga með auðveldara aðgengi.
Bæjarráð Voga telur einnig að þeir sem veikir eru fyrir muni frekar lúta í lægra haldi fyrir freistingunni sem skapast. Með auknu aðgengi að áfengi á neysla efir að aukast með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið. Bæjarráð telur að núverandi fyrirkomulag sé gott og enginn ástæða til að breyta því, segir í afgreiðslu bæjarráðs sem fékk málið til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.