Vogar við Vatnsleysuströnd: Fjölskyldudagur 9. ágúst.
Sveitarfélagið Vogar heldur Fjölskyldudag 9.ágúst og auglýsir á vef sínum eftir þátttöku bæjarbúa í dagskránni.
Kassabílarallý er fastur liður á Fjölskyldudaginn og eru börn og unglingar í Vogunum farin að smíða flottustu og hraðskreiðustu kassabíla bæjarins.
Handverksmarkaður Fjölskyldudagsins verður í tjöldum í Aragerði og þeir Vogabúar sem áhuga hafa á að selja eða sýna handverk þurfa að panta pláss.
Fjölskyldudagurinn er hátíð þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á dagsrkánni verður meðal annars Knattspyrnuleikur milli þróttar vogum og Lions, paintball, hverfagrill og hverfaleikar, flugeldasýning, G-plús, ratleikur, fjársjóðsleit, hoppikastalar, flugdrekafjör, myndlistasýning, listflugmaður og sápufótbolti.
Eurobandið spilar svo fyrir gesti og gangandi.
Nánar á heimasíðu sveitarfélagsins.