Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar verði heilsueflandi samfélag
Þriðjudagur 17. júlí 2018 kl. 09:37

Vogar verði heilsueflandi samfélag

Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur áhuga á að gera Voga að heilsueflandi samfélagi enda ávinningur þess ótvíræður og fjölþættur. Farið var yfir kynningu á heilsueflandi samfélagi frá Landlæknisembættinu á síðasta fundi ráðsins.

Afgreiðsla nefndarinnar er að ákveðið sé að fara í undirbúningsvinnu með haustinu og setja málið af stað.
Drög að samningi um heilsueflingu eldri borgara í Vogum var einnig lögð fram og rædd á fundi nefndarinnar, sem telur mikilvægt að huga að þætti þessa aldurshóps þegar rætt er um heilsueflingu. Frístunda- og menningarnefnd vill kynna sér verkefnið frekar til að geta tekið afstöðu til málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024