Vogar: Unglingar fá aðstöðu
Íþrótta og tómstundanefnd Voga leggur til að svokallað Þurrkhús verði nýtt til félagsstarfs unglinga í sveitarfélaginu, t.d. sem æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir, þar til það víkur fyrir fyrirhugaðri byggð á svæðinu. Tómstundafulltrúa hefur verið falið að skipa sérstaka hússtjórn.
Mynd/Oddgeir: Horft yfir Voga.