Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar taka 140 milljónir króna að láni fyrir fráveitu og stjórnsýslu
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 9. desember 2022 kl. 14:20

Vogar taka 140 milljónir króna að láni fyrir fráveitu og stjórnsýslu

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Vogar hefur samþykkt að taka 40 milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á stjórnsýsluhúsnæði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Vogar samþykkir jafnframt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að 100 milljónir króna með lokagjalddaga þann 23. mars 2040. Er lánið tekið til fjármögnunar á fráveituframkvæmd sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.

Gunnari Axel Axelssyni, bæjarstjóra, var á fundi bæjarstjórnar veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánasamninga við Lánasjóð sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024