Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar sýknaðir vegna deiliskipulagsbreytingar á lóð ÍSAGA
Föstudagur 10. nóvember 2017 kl. 09:29

Vogar sýknaðir vegna deiliskipulagsbreytingar á lóð ÍSAGA

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Sveitarfélagið Voga af kröfum stefnanda vegna deiliskipulagsbreytingar á lóð ÍSAGA í Vogum.

Tilefni málshöfðunarinnar var breyting á deiliskipulagi á lóð Ísaga ehf., ásamt útgáfu sveitarfélagsins á byggingarleyfi fyrir verksmiðjunni sem nú er risin og verður tekin í notkun síðar í vetur.

Málshöfðendur sættu sig ekki við að gerð væri breyting á deiliskipulagi umræddrar lóðar, sem fól í sér leyfi til að reisa hærri byggingu en almennt gilti á svæðinu.

Áður en málið var höfðað hafði Úskurðarnefnd auðlinda- og umhverfismála kveðið upp úrskurð í kjölfar kæru sömu aðila og höfðuðu málið, þar sem einnig var fallist á öll sjónarmið sveitarfélagsins varðandi deiliskipulagsbreytinguna.

Samkvæmt niðurstöðu dómsins er sveitarfélagið sýknað af kröfum stefnenda, og stendur því deiliskipulagsbreytingin óbreytt ásamt byggingarleyfi Ísaga ehf.

Unnið að byggingu verksmiðjunnar sl. sumar. VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024