Atnorth
Atnorth

Fréttir

Vogar styrkja barnakórinn
Að sögn sóknarprests Tjarnarprestakalls er mikil og almenn ánægja með kórinn.
Föstudagur 5. febrúar 2016 kl. 06:00

Vogar styrkja barnakórinn

Sveitarfélagið Vogar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að greiða laun stjórnanda barnakórs Kálfatjarnarkirkju fram á vor. Kórinn var stofnaður síðasta haust og rekinn með framlagi frá sveitarfélaginu Vogum fram að áramótum. Viðbótarframlagið sem samþykkt var á dögunum gerir kórnum kleyft að starfa fram á vor.
 
Að sögn Kjartans Jónssonar, sóknarprests í Tjarnarprestakalli, er mikil og almenn ánægja með kórinn. „Kórinn er kominn til að vera,“ segir hann.
 
Í kórnum eru 20 börn og hafa þau komið fram nokkrum sinnum. Næst mun kórinn syngja í messu á æskulýðsdegi kirkjunnar 6. mars klukkan 14:00. Fyrirhuguð er tónlistarhelgistund að kvöldlagi með vorinu þar sem kórinn mun syngja ásamt kirkjukórnum. Stjórnandi kórsins er Elísabet Þórðardóttir, organisti Kálfatjarnarkirkju.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025