Vogar stækka bæjarskrifstofuna
Ráðist hefur verið í heilmiklar endurbætur á húsnæði bæjarskrifstofu Voga. Skrifstofur bæjarfélagsins stækka og útbúin hefur verið góð fundaraðstaða ásamt vinnustöðvum m.a. fyrir skipulags- og byggingafulltrúa, starfsfólk félagsþjónustunnar og lögregluna.
Viðvera lögreglunnar færist því úr núverandi aðstöðu í íþróttamiðstöðinni á bæjarskrifstofuna. Þá er gert ráð fyrir að næsti fundur bæjarstjórnar verði haldinn í hinni nýju fundaraðstöðu, miðvikudaginn 30. mars.