Vogar: Sjö bjóða í mötuneyti
Sjö aðilar hafa áhuga á því að bjóða í rekstur mötuneytis fyrir grunn- og leikskóla í Vogum. Sveitarfélagið ákvað fyrir nokkru að sameina matreiðslu heitra máltíða fyrir grunn- og leikskóla í Tjarnarsal, sem staðsettur er í Stóru-Vogaskóla. Þá verður húsnæðið og tækjabúnaður leigður út til rekstursins.
Markmiðið með þessari breytingu er að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri eldhúsanna og auka nýtingu og þar með tekjur sveitarfélagsins.
Nokkur áhugi er því fyrir rekstrinum en tilboð verða opnuð 29. maí næstkomandi.
Mynd: Vogar á Vatnsleysuströnd
Markmiðið með þessari breytingu er að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri eldhúsanna og auka nýtingu og þar með tekjur sveitarfélagsins.
Nokkur áhugi er því fyrir rekstrinum en tilboð verða opnuð 29. maí næstkomandi.
Mynd: Vogar á Vatnsleysuströnd