Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vogar semja við Skýrr um rekstrarþjónustu
Miðvikudagur 22. október 2008 kl. 11:26

Vogar semja við Skýrr um rekstrarþjónustu

Sveitarfélagið Vogar hefur samið við Skýrr um heildarlausn á sviði rekstrarþjónustu í upplýsingatækni. Samningurinn kveður meðal annars á um innleiðingu á kerfisleigu, afritun gagna og VoIP-símalausn fyrir alla starfsemi sveitarfélagsins, þar með talið eru bæjarskrifstofur, skóli, leikskóli, íþróttahús og frístundamiðstöð. Sveitarfélagið mun jafnframt sækja til Skýrr tölvurekstrarþjónustu og umsjón með Microsoft-hugbúnaðarleyfum, skv. því er fram kemur á vef sveitarfélagsins.

Þar segir ennfremur að markmiðið sé að bæta vinnuaðstöðu starfsmanna og gera rekstur sveitarfélagsins enn skilvirkari, ásamt því að samræma alla þætti á sviði upplýsingatækni og auka stafrænt öryggi. Samhliða samningnum við Skýrr hefur sveitarfélagið ákveðið að stórefla upplýsingatæknimál í grunnskólanum Stóru- Vogaskóla með innleiðingu fartölvuvagna fyrir nemendur og bættu innraneti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024