Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar: Samþykkt að breyta Kölku í hlutafélag
Miðvikudagur 5. september 2007 kl. 17:09

Vogar: Samþykkt að breyta Kölku í hlutafélag

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í gær  að hefja viðræður við aðra eigendur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um breytingar á rekstrarformi félagsins í hlutafélag.
Innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur málið verið rætt og var bæjarráð Reykjanesbæjar búið að samþykkja þessa breytingu  fyrir sitt leyti. Gert er ráð fyrir að öll sveitarfélögin verði búin að taka afstöðu til málsins fyrir 15. september en lagt er til að breytt rekstrarform taki gildi um næstu áramót.  Þessi breyting er hugsuð til að laga rekstrarumhverfi Kölku sem hefur verið rekin með halla undanfarin ár.

Bæjarstjórnin í Vogum telur að breyting á rekstarformi Sorpeyðingarstöðvarinnar geti skapað ákveðin sóknarfæri, en sú aðgerð dugi ekki ein og sér til að leysa rekstrarvanda félagsins. Til þess þurfa að koma til fleiri aðgerðir, svo sem að eigendur leggi henni til meira fjármagn. Bæjarstjórn telur rétt að í samþykktum hins nýja hlutafélags, verði það stofnað, skuli vera ákvæði um forkaupsrétt stofneiganda að fölum hlutum í félaginu.

Inga Sigrún Atladóttir, fulltrúi minnihlutans, leggur til að fulltrúar sveitarfélagsins leggi áherslu á að gámaplanið í Vogum verði áfram starfandi og gjald fyrir þjónustuna muni ekki hækka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024