Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar: Reynt að ná samstöðu um aðgerðir í fjármálum
Miðvikudagur 19. ágúst 2009 kl. 15:24

Vogar: Reynt að ná samstöðu um aðgerðir í fjármálum


Bæjarráð Voga hefur samþykkt að skipa vinnuhóp er vinni tillögur að fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun. Athygli vekur að hópurinn er skipaður jafnmörgum fulltrúum meiri- og minnihluta. Hingað til hefur fjárhagsáætlun verið unnin í bæjarráði, þar sem sitja tveir fulltrúar meirihluta og einn frá minnihluta.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, segir þetta til marks um að fólk vilji reyna að ná samstöðu um aðgerðir í fjármálum sveitarfélagsins.
Vinnuhópinn skipa Birgir Örn Ólafsson og Hörður Harðarson frá E-lista. Sigrún Atladóttir og Sigurður Kristinsson eru fulltrúar H-listans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024