Vogar: Nýr leikskóli verður tilbúinn í september
Vatnsleysustrandarhreppur hefur samið við verktakann Virki ehf. um byggingu nýs leikskóla. Að sögn Jóhönnu Reynisdóttur, sveitastjóra, hefst bygging leikskólans á næstu dögum og verður honum skilað fullbúnum í september á næsta ári. „Til að höggva á biðlistann samþykkti hreppsnefnd að kaupa lausa kennslustofu og setja upp eina leikskóladeild og mun hún opna um miðjan nóvember. Þegar hefur verið auglýst eftir starfsfólki og á annan tug umsókna hafa borist“, segir Jóhanna. Þrír leikskólakennarar eru nú starfandi á leikskólanum í Vogum auk leikskólastjóra.