Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vogar: Leikskólaafslættir hækkaðir
Sunnudagur 29. júní 2008 kl. 10:15

Vogar: Leikskólaafslættir hækkaðir



Bæjarráð Voga hefur samþykkt tillögu fræðslunefndar um að gerðar verði breytingar á gjaldskrá heilsuleikskólans Suðurvalla.
Afsláttur fyrir annað barn hækkar úr 25% í núverandi gjaldskrá upp í 50% og afsláttur fyrir þriðja barn hækkar úr 50% upp í 100%.

Jafnframt var samþykkt að systkinaafsláttur gildi um barn í leikskóla ef systkini, 12 mánaða, eða eldra er í vistun hjá dagforeldri í Sveitarfélaginu Vogum í stað þess að afsláttur taki gildi við 18 mánaða eins og er í núgildandi gjaldskrá. Lagt er til að gjaldskrárbreytingar taki gildi þann 1. ágúst.

Mynd: Frá Vogum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024