Vogar: Hugsanlegur 6 manna meirihluti ráði nýjan bæjarstjóra
H-listinn og E-listinn í Vogum eiga enn í viðræðum um myndun sex manna meirihluta í næstu bæjarstjórn. Því getur farið svo að aðeins einn bæjarfulltrúi verði í minnihluta en nýtt framboð L-listans í Vogum fékk einn fulltúra kjörinn í sveitastjórnarkosningunum á dögunum.
Samkvæmt heimildum VF er líklegt að Róbert Ragnarsson verði ekki áfram bæjarstjóri. Hann var ráðinn í starfið af E-listanum sem skipaði meirihluta bæjarstjórnar á síðasta kjörtímabili og vildi E-listinn ráða hann áfram. H-listinn stillti hins vegar oddvitanum Ingu Sigrúnu Atladóttur upp sem bæjarstjóraefni. E-listinn vill hins vegar ekki pólitískan bæjarstjóra. Líklega verður niðurstaðan sú að hvorugt þeirra verði bæjarstjóri í Vogum heldur ráðinn nýr.
----
Mynd/Oddgeir Karlsson