Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vogar fagna fjölbreytileikanum með regnbogalitunum
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
mánudaginn 26. júlí 2021 kl. 06:04

Vogar fagna fjölbreytileikanum með regnbogalitunum

Mikil þátttaka var í vinnuskólanum í Vogunum þetta sumarið þar sem ungmenni unnu ýmis störf við garðyrkju, vallarumsjón, skráningu fugla, grasslátt og fleira. Hópur ungmenna tók að sér að myndskreyta bæinn og ákveðið var að mála gangbrautir í bænum í litum regnbogans. Að sögn Guðmundar Stefáns Gunnarssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa Voga og ábyrgðarmanns vinnuskólans, var það gert til að fagna fjölbreytileikanum.

„Svo virðist sem mikill einhugur ríki í bænum því að fleiri en einn fengu þá hugmynd að sýna stuðning í verki og mála einhverjar gangbrautir í bænum í öllum regnbogans litum. Einn hugmyndasmiðanna, Jenetta Líf, fékk það verkefni að mála gangbrautina við skrifstofu sveitarfélagsins og fékk vinkonu sína með í það verkefni,“ segir hann en með skreytingunni vilji sveitarfélagið sýna að Vogar séu fyrir alla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024