Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogar eignast íþróttamiðstöð og sundlaug
Föstudagur 24. október 2014 kl. 10:16

Vogar eignast íþróttamiðstöð og sundlaug

Kaupir eignirnar aftur af Fasteign

Um þessar mundir er  unnið að frágangi kaupa sveitarfélagsins Voga á fasteignum sem fram til þessa hafa verið í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF). Í lok mánaðar verður því ferli sem hófst á síðasta ári lokið með því að sveitarfélagið eignast að nýju íþróttamiðstöð, sundlaug og félagsmiðstöð. Nýtt lán verður tekið hjá Lánasjóði sveitarfélaga, að fjárhæð 400 m.kr., til 15 ára. Heildarkaupverð fasteignanna eru tæpar 500 m.kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024