Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vogar: Borgarafundur um nýtt aðalskipulag
Þriðjudagur 15. maí 2007 kl. 09:35

Vogar: Borgarafundur um nýtt aðalskipulag

Á uppstigningardag verður haldinn borgarafundur um nýtt aðalskipulag Sveitarfélags Voga í Á fundinum verður kynnt tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2007 til 2027, ásamt stefnumörkun bæjarstjórnar í skipulagsmálum. Fundurinn fer fram Tjarnarsal við Stóru- Vogaskóla frá kl. 10 – 14.

Að kynningu lokinni verður boðið íbúum boðið að taka þátt í umræðuhópum sem taka á málefnum dreifbýlisins, þéttbýlisins og samfélagsþróun í sveitarfélaginu næstu 20 árin. Á fundinum gefst íbúum tækifæri til að kynna sér tillöguna og koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri. Á fundinum gefst einnig tækifæri til að ræða áhrif hugsanlegs álvers í Helguvík eða á Keilisnesi.
Á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is má nálgast tillöguna og fundargerðir vinnuhóps um aðalskipulag sem starfað hefur í allan vetur.

Mynd: Horft yfir Voga á Vatnsleysuströnd.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024