Vogar: Aldraðir tóku skóflustungur að íbúðum og þjónustumiðstöð
Eldri borgarar í Vogum tóku á föstudaginn skóflustungur að íbúðum og þjónustumiðstöð fyrir aldraðra, sem staðsett verður á lóð millii Akurgerði og Vogagerði. Þar verða 13 íbúðir fyrir aldraða og þjónustumiðstöð sem hýsa mun alla öldrunarþjónustu og félagsstarf á einum stað.
Íbúðirnar eru á bilinu 47 – 70 fermetrar.Í það heila verður bygginginn 2200 fermetrar og er verkefnið unnið í samstarfi við Búmenn, sem auk þessara 13 íbúða fyrir aldraða 67 ára og eldri, munu bjóða 6 parhúsaíbúðir samkvæmt hefðbundu Búmannakerfi.
Með þessum búsetukosti verður öldruðum í Vogum gert kleift að dveljast sem lengst heima í byggð með þjónustu á staðnum. Þannig geti fólk jafnframt haldið sjálfstæði sínu og keypt eða nýtt þá þjónustu sem það sjálft kýs. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki í september á næsta ári.
VF-mynd: elg
Íbúðirnar eru á bilinu 47 – 70 fermetrar.Í það heila verður bygginginn 2200 fermetrar og er verkefnið unnið í samstarfi við Búmenn, sem auk þessara 13 íbúða fyrir aldraða 67 ára og eldri, munu bjóða 6 parhúsaíbúðir samkvæmt hefðbundu Búmannakerfi.
Með þessum búsetukosti verður öldruðum í Vogum gert kleift að dveljast sem lengst heima í byggð með þjónustu á staðnum. Þannig geti fólk jafnframt haldið sjálfstæði sínu og keypt eða nýtt þá þjónustu sem það sjálft kýs. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki í september á næsta ári.
VF-mynd: elg