Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 13. desember 2000 kl. 22:00

Vogar á móti samrunaáætlun HS og RH - Málið í hnút!

Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps mun ekki samþykkja samrunaáætlun Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnarfjarðar óbreytta. Þetta kom fram á fundi nefndarinnar í gærkvöldi.
Hreppsnefnd lét fyrirtækið PricewaterhouseCoopers vinna skýrslu varðandi mat á verðmötum fyrirtækjanna. Það er álit PwC að breyttar forsendur séu frá þeim tíma sem verðmötin voru gerð á HS og RH, sem liggja til grundvallar að fyrirliggjandi samrunaáætlun. Einnig að ef verðmötin hefðu verið gerð á sama tíma 1999 og með samruna í huga, þá væru skiptahlutföllin önnur.
Fram kemur að í forsendum fyrra verðmatsins var ekki gert ráð fyrir aukningu á rekstrartekjum HS frá 1998-2007. Reyndin sýnir aftur á móti, 6,5% tekjuaukningu milli áranna 1998-1999 og stefnir í 6% aukningu á árinu 2000. Einnig kemur fram að forsendur eru mismundandi varðandi ávöxtunkröfu á eigið fé HS og RH
Í fundargerð hreppnefndar kemur fram að fleiri atriði í skýrslu PwC, styðji frekar álit nefndarinnar að nauðsynlegt sé að fram fari samræmt mat á fyrirtækjunum sem samrunaáætlun geti grundvallast á. Hreppsnefnd lýsir sig hins vegar reiðubúna til að taka málið fyrir aftur, fallist aðrir eignaraðilar á samræmt mat miðað við núverandi stöðu HS og RH. Ef eignaraðilar fallast ekki á að samræmt mat fari fram er hreppsnefnd tilbúin til viðræðna um sölu á hlut sínum í HS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024