Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vogar: 32,5 milljóna útgjöld umfram áætlun
Þriðjudagur 8. desember 2009 kl. 11:35

Vogar: 32,5 milljóna útgjöld umfram áætlun


Útgjöld sveitarfélagsins Voga umfram áætlun eru áætluð 32,5 milljónir í útkomuspá fyrir árið 2009. Stærsti hluti þess fjár er vegna útgjalda til félags- og fræðsluþjónustu.
Bæjarráð hefur samþykkt að fjármagna aukin útgjöld með því að nýta fjármagn sem annars hefði farið til fjárfestinga á árinu 2009.

Fjárhagsáætlun 2010 og 3ja ára áætlun var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs. Tillaga kom fram þess efnis að höfuðstóll framfarasjóðsins verði nýttur til uppgreiðslu lána, fjárfestinga og rekstrar. Bæjarstjóra var falið að vinna málið áfram og leita álits sérfræðinga á ráðstöfuninni.

--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Vogar.