Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamönnum fjölgar hlutfallslega mest
Það er mikil uppbygging í Vogum og þar fjölgar íbúum hlutfallslega mest á Suðurnesjum.
Miðvikudagur 10. maí 2023 kl. 11:45

Vogamönnum fjölgar hlutfallslega mest

Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 765 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023. Þeir eru í dag 22.763 talsins. Þetta gerir fjölgun upp á 3,5%.

Íbúum Grindavíkur hefur fjölgað um 55 á sama tímabili og eru í dag 3.716 talsins. Íbúum í Suðurbesjabæ hefur fjölgað um 51 frá því 1. desember sl. og stendur íbúafjöldinn í 3.960 manns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hefur fjölgað um 58 manns í Sveitarfélaginu Vogum. Íbúafjöldinn þar er 1.452 en fjölgunin í Vogum er hlutfallslega mest á Suðurnesjum eða 4,2% frá því 1. desember síðastliðinn.

Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu eða 929 manns.