Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn vilja varahitaveitu
Frá Sveitarfélaginu Vogum á Vatnsleysuströnd. VF/Hilmar Bragi
Laugardagur 20. apríl 2024 kl. 06:08

Vogamenn vilja varahitaveitu

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga skorar á HS Orku og HS Veitur og yfirvöld orkumála að bora eftir heitu vatni og að komið verði upp varahitaveitu. Á bæjarstjórnarfundi 3. apríl var lagt fram kynningarerindi frá Birgi Þórarinssyni vegna varahitaveitu fyrir Voga og Vatnsleysuströnd.

„Vegna eldvirkni á Reykjanesskaga og náttúrhamfara sem hafa átt sér stað af þeim völdum í Grindavík og í nágrenni við Svartsengi er talið nauðsynlegt að huga að varahitaveitu fyrir Suðurnesin, sem myndi þá þjóna Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ ef orkuverið í Svartsengi yrði óstarfhæft. Nú þegar er hafinn undirbúningur að borun fyrir lághita á Fitjum, sem stefnt er að því að virkja í þessu sambandi. HS Orka, Ísor og HS Veitur standa að verkefninu með stuðningi ríkissjóðs. Þrátt fyrir að fyrir liggi upplýsingar um að lághita sé að finna á Vatnsleysuströnd hefur ekki verið ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja varahitaveitu fyrir Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem fram koma i erindinu og skorar á HS Orku og HS veitur og yfirvöld orkumála að kanna til hlítar þann möguleika að ráðist verði í boranir eftir heitu vatni á Vatnsleysuströnd í því augnamiði setja upp um varahitaveitu sem myndi þjóna bæði í Vogum og Vatnsleysuströnd.