Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 17:10

Vogamenn vilja komast af „skuldalistanum“ ljóta

Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur sent Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga mótmæli yfir að hafa verið sett á lista yfir sveitarfélög með „frekar alvarlega“ fjárhagsstöðu og hefur óskað eftir að vera tekin af þeim lista. Hreppsnefnin leggur áherslu á að farið hefði verið út í framkvæmdir til að uppfylla lagaskyldur í hinum ýmsu málaflokkum. Ítarlegar fjárhagsáætlanir hefðu verið gerðar og samskonar áætlanir um lántökur og endurgreiðslur lána sem hafa allar staðist. Hreppsnefnd lýsir jafnframt undrun sinni á því að Eftirlitsnefndin tekur ekki tillit til peningalegra eigna eins og skuldbindinga Jöfnunarsjóðs um að greiða sinn hluta í framkvæmdunum sem um ræðir á næstu árum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024