Vogamenn vilja fá flugvöllinn
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur veitt leyfi sitt fyrir því að flugvöllur í Hvassahrauni verði einn af möguleikum sem komi til greina í atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hafi sent yfirvöldum í Vogum bréf þar sem farið var fram á heimild til að hafa þennan kost með í atkvæðagreiðslunni.
Hreppsnefnd féllst á það á fundi í fyrrakvöld Jóhanna sagði enfremur að í samþykktinni felist ekki formleg afstaða til þess hvort æskilegt sé að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.
Hreppsnefnd féllst á það á fundi í fyrrakvöld Jóhanna sagði enfremur að í samþykktinni felist ekki formleg afstaða til þess hvort æskilegt sé að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.