Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vogamenn skoða siðareglur kjörinna fulltrúa
Mánudagur 30. janúar 2012 kl. 10:24

Vogamenn skoða siðareglur kjörinna fulltrúa

Gerð siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Sveitarfélaginu Vogum voru til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Voga. Lagðar voru fram siðareglur kjörinna fulltrúa í nokkrum nágrannasveitarfélögum.
Umræða fór fram um siðareglur, gerð þeirra og gildissvið. Jafnframt var fjallað um hvort setja skuli samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

Bæjarráð samþykkir að unnið skuli að gerð samskiptareglna kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins. Bæjarstjóra var falið að vinna tillögur að samskipta- og siðareglum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024